Skipaþjónusta

Slippurinn Akureyri er leiðandi í þjónustu við útgerðir. Við önnumst hönnun og sinnum breytingum og endurbótum á skipum auk alls almenns viðhalds þeirra.

Slippurinn stýrir verkefnum með hag verkkaupa að leiðarljósi. Verkefnastjórnun felur í sér undirbúning, skipulagningu, áætlanagerð og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á líftíma þess.

DNG Fiskvinnslubúnaður

DNG by Slippurinn Akureyri framleiðir ýmsan búnað og lausnir fyrir matvælavinnslur. Allur okkar búnaður er hannaður hjá DNG og byggist á íslensku hugviti og þekkingu.

Við leggjum mikla áherslu á að okkar búnaður stuðli að góðri hráefnismeðferð, sé þrifavænn og auðvelt að viðhalda.

Fiskeldi

Slippurinn Akureyri býður upp á heildar hönnun og smíði á undirstöðum, pöllum og brúm viðkomandi fiskeldiskerfum. Aðrar vörur fyrir fiskeldisiðnaðinn eru t.d. tromlufilterar og neðansjávardrónar.

Einnig bjóðum hin þekktu þvottakerfi frá Lagafors í Svíþjóð sem henta fyrir allar tegundir iðnaða. 

DNG Færavindur

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

21.02.2024

DNG vinnslubúnaður í sókn!

Í nýjasta tölublaði Ægis er viðtal við Magnús Blöndal um DNG Vinnslubúnað. Viðtalið birtist hér að neðan:
22.01.2024

Starfsmenn fiskeldissviðssviðs Slippsins að störfum

Hér er plastsuðuteymi fiskeldissviðs Slippsins að störfum á Kópaskeri að sjóða saman plaströr fyrir fiskeldisfyrirtæki.
19.01.2024

Alli Pé að vinna við Vaka fiskidælur

Verkefni Slippsins DNG eru af ýmsum toga og spanna nánast öll svið innan sjávarútvegs og fiskeldisgeirans.
19.12.2023

Línuskipið Kiviuq I til Akureyrar í vetrargeymslu

Það verður að teljast fátítt, nú til dags, að erlend skip komi til Íslands í vetrargeymslu, en línuskipið Kiviuq I kom til Akureyrar til vetrargeymslu eftir fyrstu veiðiferð á norðurslóðum. Þar sem fyrirséð var að þeir myndu missa veiðisvæðið undir ís í desember, horfðu þeir til Akureyrar varðandi vetrargeymslu.

Heildarþjónusta

fyrir veiðar og vinnslu