Your one stop

   to smooth sailing   

Fréttir & Tilkynningar

17. júní 2025
Bergur VE hefur fengið nafnið Bergey VE á ný. Ljósm. Halldór Rafn Ágústsson
6. júní 2025
Við bjóðum Daða Tryggvason velkominn til liðs við okkur sem nýjan verkefnastjóra og yfirmann DNG Færavinda. Daði kemur með víðtæka og hagnýta reynslu úr sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu, sem mun nýtast vel í hans nýja hlutverki. Hann er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað í yfir tvo áratugi við fjölbreytt verkefni innan greinarinnar. Þar á meðal má nefna áralanga sjómennsku bæði á togurum og handfærabátum, sem voru búnir færavindum frá DNG. Sú þekking sem fylgir beinni notendareynslu af búnaði fyrirtækisins er dýrmæt, sérstaklega þegar kemur að vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini. Auk þess hefur Daði starfað í fiskeldi og síðast sem sérfræðingur í fiskveiðum hjá Fiskistofu, þar sem hann sinnti meðal annars úthlutun kvóta, leyfisveitingum (þar á meðal ICCAT og CITES) og viðskiptatengslum. Við hlökkum til samstarfsins og trúum því að reynsla og innsýn Daða styrki áframhaldandi þróun DNG Færavinda. https://www.slippurinndng.is/faeravindur
31. maí 2025
Til hamingju með sjómannadaginn – við sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hlýjar kveðjur og þökkum fyrir mikilvægt starf á sjó.
Fleiri fréttir

Í sviðsljósinu

DNG R1 Færavindan

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.


Lesa nánar