Skipaþjónusta

Slippurinn Akureyri er leiðandi í þjónustu við útgerðir. Við önnumst hönnun og sinnum breytingum og endurbótum á skipum auk alls almenns viðhalds þeirra.

Slippurinn stýrir verkefnum með hag verkkaupa að leiðarljósi. Verkefnastjórnun felur í sér undirbúning, skipulagningu, áætlanagerð og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á líftíma þess.

DNG Fiskvinnslubúnaður

DNG by Slippurinn Akureyri framleiðir ýmsan búnað og lausnir fyrir matvælavinnslur. Allur okkar búnaður er hannaður hjá DNG og byggist á íslensku hugviti og þekkingu.

Við leggjum mikla áherslu á að okkar búnaður stuðli að góðri hráefnismeðferð, sé þrifavænn og auðvelt að viðhalda.

Fiskeldi

Slippurinn Akureyri býður upp á heildar hönnun og smíði á undirstöðum, pöllum og brúm viðkomandi fiskeldiskerfum. Aðrar vörur fyrir fiskeldisiðnaðinn eru t.d. tromlufilterar og neðansjávardrónar.

Einnig bjóðum hin þekktu þvottakerfi frá Lagafors í Svíþjóð sem henta fyrir allar tegundir iðnaða. 

DNG Færavindur

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

08.10.2024

DNG Færavindur á PolarExpo 2024 í Ilulissat á Grænlandi

DNG Færavindur taka þátt í PolarExpo 2024 í Ilulissat á Grænlandi! Á sýningunni erum við með færavindurnar okkar á sýningarbás hjá STOK Poortuut, frábærum samstarfsaðila okkar í Nuuk.
03.10.2024

Smíða nýja handflökunarlínu fyrir Hólmasker í Hafnarfirði

Á dögunum var gengið frá samningi milli Slippsins Akureyri og fiskvinnslunnar Hólmaskers í Hafnarfirði um smíði og uppsetningu á nýrri handflökunarlínu sem er sú fyrsta sinnar tegundar í framleiðslu DNG fiskvinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. Línan er hönnuð og smíðuð af starfsmönnum Slippsins í Grindavík og er áformað að hún verði sett upp í vinnslustoppi hjá Hólmaskeri í kringum jólin.
02.10.2024

„Súlur stálgrindarhús ehf. vinnur að uppsetningu á nýrri vélaskemmu í Hlíðarfjalli – Vaxandi eftirspurn eftir stálgrindarhúsum á Íslandi“

Fyrirtækið Súlur Stálgrindarhús ehf. er dótturfyrirtæki Slippsins Akureyri sem stofnað var fyrir ári síðan.
25.09.2024

Samstarf Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. í orkuskiptum smábáta

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. á Siglufirði um þróunarverkefni í orkuskiptum smábáta þar sem markmiðið er að núverandi vélbúnaði fiskibáta sem brenna olíu verði skipt út og í hans stað komi rafmagnsbúnaður eða blendingsvélbúnaður (hybrid).