Þægindi
við Slippinn
Framúrskarandi aðstaða fyrir viðskiptavini
- all innan athafnasvæðis Slippsins Akureyri
Ný og glæsileg gistiaðstaða hefur verið hönnuð sérstaklega fyrir viðskiptavini og starfsmenn sem fylgja skipum í slipp og þurfa þægilega dvöl meðan á verkefnum stendur.
Sex rúmgóð herbergi, hvert um 22 m², með sérbaðherbergi, skrifborði og hraðvirku Wi-Fi — fullkomin aðstaða fyrir þægilega, hljóðláta og afslappaða dvöl.
Framúrskarandi gistiaðstaða
Inn í gistiaðstöðunni er vel búið fundarherbergi sem hentar fullkomlega fyrir verkefnafundi, skipulagsfundi eða fjarfundi með samstarfsaðilum.
Rýmið er hannað með vinnu og samskipti í huga – rólegt, bjart og þægilegt umhverfi þar sem auðvelt er að vinna ótruflað.
Fundarherbergi
Í hjarta Slippsins er vandað og rúmgott mötuneyti sem býður upp á fjölbreyttan hádegisverð alla virka daga. Þar skapast heimilislegt og notalegt andrúmsloft þar sem starfsfólk, viðskiptavinir og samstarfsaðilar hittast yfir góðri máltíð, ræða málin og hlaða orku fyrir næstu verkefni.
Í gistiaðstöðunni er einnig aðgangur að eldhúsi með aðstöðu til að hita tilbúna rétti og njóta léttari máltíða í rólegu umhverfi.
Mötuneyti
Slippurinn Akureyri rekur vel búinn verkfæra- og varahlutalager með fjölbreyttu úrvali fyrir skipaþjónustu, vélaverkstæði og stálvinnu. Aðstaðan tryggir hraða og skilvirka þjónustu þar sem allt er innan seilingar – engin þörf á að sækja búnað utan svæðis.
Lagerinn eykur sveigjanleika allra sem starfa á svæðinu og veitir gestum í gistiaðstöðunni möguleika á að leysa verkefni jafnvel utan hefðbundins vinnutíma.
Fundarherbergi
Allt á sama stað!
Gistiaðstaða Slippsins Akureyri er staðsett inni á athafnasvæðinu sjálfu — þannig að þú ert alltaf í nálægð við verkefnið þitt og sparar dýrmætan tíma. Að auki er aðeins um 10 mínútna göngufjarlægð í miðbæ Akureyrar þar sem finna má verslanir, líkamsrækt og fjölbreytta þjónustu.
