

4602900
slipp@slipp.is
BOONS FIS framleiðir breiða línu af handstöðvum hvort sem það er fyrir miðstýrð þvottakerfi eða þar sem efnin eru geymd á hverri stöð fyrir sig.
DSW – Handstöðvarnar eru fyrir kerfi þar sem sápan er geymd í brúsum við stöðina sjálfa og jektor inni í stöðinni er notaður til að stilla styrk efnablöndunar. Hægt er að fá stöðvarnar í 5 mismunandi útfærslu. Fyrirtækið býður einnig upp á læsta, ryðfría skápa utan um efnin, sem notuð eru hverju sinni, til að tryggja öryggi efnanna.
CS – Handstöðvarnar er fyrir miðstýrð kerfi á stöðum þar sem lagnaloft eru til staðar. Stöðvarnar eru einstaklega notendavænar og litlar um sig.
Í þessari útfærslu hafa allir lokar verið teknir úr stöðinni sjálfri og og færðir uppá lagnaloft. Með því minnkar stöðin sjálf verulega og lokarnir komnir í þurrara og betra umhverfi sem lengir líftíma þeirra. CS stöðvarnar koma í 4 útgáfum fyrir allt að fjögur efni.
Þar sem lagnaloft er ekki til staðar koma CS - handstöðvarnar einnig í þeirri útfærslu þar sem lokarnir eru í stöðinni sjálfri, í lokuðu ryðfríu húsi. Húsin eru hönnuð til að tryggja hreinlæti.
Stöðvarnar koma í sömu 4 útfærslum og þær minni.