Slippurinn Akureyri er leiðandi í skipaþjónustu á Íslandi með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsemi í Hafnarfirði. Fyrirtækið rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og sérhæfir sig í málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðum, rennismíði og almennum skipaviðgerðum. Þess utan rekur það öflugar deildir fyrir trésmíði, sand-/vatnsblástur og málningarvinnu. Einnig býður fyrirtækið upp á trausta varahluta- og verkfæraverslun sem nýtur mikils álits í greininni.
Skipaþjónusta Slippsins annast viðhald, viðgerðir og endurbætur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Þjónustan nær yfir hönnun, endurnýjun og viðhald á skipum og búnaði þeirra. Fyrirtækið framleiðir einnig fiskvinnslubúnað undir vörumerkinu DNG by Slippurinn Akureyri, sem er leiðandi í framleiðslu háþróaðra rafmagnsvinda og annarra vinnslulausna fyrir sjávarútveg, bæði á sjó og landi.
Slippurinn Akureyri skiptist í fjögur lykilsvið sem tryggja fjölbreytta þjónustu:
- Skipaþjónustusvið – Sérhæfir sig í viðhaldi og upptekt skipa ásamt stálsmíði, vélaviðgerðum, trésmíði, sand-/vatnsblæstri og málningarvinnu. Sviðið býður heildarlausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og sér um hönnun, endurnýjun og viðhald skipa.
- Fiskeldis- og iðnaðarsvið – Beinist að lausnum fyrir fiskeldisgeirann, einkum landeldi, ásamt víðtækri þjónustu og vöruframboði til iðnaðarfyrirtækja. Sviðið býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu og veitir ráðgjöf og sérsniðnar lausnir.
- DNG Færavindusvið – Framleiðir háþróaðar rafmagnsvindur sem auka fjölbreytni í vöruframboði Slippsins. DNG er brautryðjandi í þessum geira og þjónar sjávarútveginum á alþjóðlegum vettvangi.
- DNG Vinnslulausnir – Sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu fiskvinnslubúnaðar undir merkinu DNG. Sviðið veitir einnig fyrsta flokks viðhaldsþjónustu og býður heildarlausnir fyrir fiskvinnslur, jafnt á sjó sem landi.
Við byggjum á traustum grunni til framtíðar fyrir sjávarútveg og iðnað.
- Mannauður- Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn, vélvirkjar, rafvirkjar, rafeindavirkjar, forritarar, hönnuðir, verkfræðingar osfrv. Helstu þættir í þjónustu og vöruframboði Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir, innréttingasmíði og ryðfrí smíði á fiskvinnslubúnaði. 
- Allt á einum stað- Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni. 
 
  
 
