DNG R1 færavindur rokseljast á ICEFISH 2024

28. september 2024

Nýja færavindan frá DNG Færavindum, sem heitir DNG R1, hefur rokselst á IceFish 2024 sjávarútvegssýningunni sem lýkur í dag.

Nýja færavindan frá DNG Færavindum, sem heitir DNG R1, hefur rokselst á IceFish 2024 sjávarútvegssýningunni sem lýkur í dag. Að sögn Péturs Veigars Karlssonar sölufulltrúa DNG Færavinda hafa í heildina selst á fjórða tug vinda á sýningunni og straumur manna verið í bás DNG Færavinda á sýningunni.

Pétur segir að nú þegar hafi selst um 20 færavindur og í heildina geti þetta orðið 34 vindur þegar sýningunni lýkur seinna í dag. Það sé mikill áhugi á nýju vindunni og þessi sala hafi farið fram í gær og í dag.

„Hjá DNG Færavindum fengum við til okkar í básinn yfir 100 manns í gær og annað eins í dag. Mest eru þetta strandveiðimenn sem koma til okkar en líka þeir sem eru á kvóta. Líklega er 90% okkar gesta hjá DNG Færavindum strandveiðimenn,” segir Pétur Veigar.

Nýlega kom ný vinda á markaðinn, R1, sem leysir af hólmi DNG 6000 vinduna. Sú vinda var í framleiðslu frá 1995 til 2022. „Það er búið að nútímavæða vinduna með R1 útgáfunni. Það er Wi-Fi tenging á henni og þær tala saman auk þess sem hún er með öðrum skjá og mun betra viðmóti. Við reynum líka að halda uppi góðri þjónustu og allt skilar þetta sér í aukinni eftirspurn,” segir Pétur Veigar.

Fjórar færavindur eru leyfðar í strandveiðibátum og dæmi margir eru að kaupa fleiri en eina. Einum var til dæmis seldar fjórar vindur í einu og svo komu aðilar á básinn í morgun og keyptu fjórar vindur á bát sem þeir eru með í smíðum.

Menn þurfa þó ekki að örvænta því ennþá á DNG Færavindur 50 stykki á lager og framleiðslugetan norður á Akureyri er líka góð, eða allt að 200 vindur á ári. Verið er að auka framleiðslugetuna töluvert fyrir næsta ár. En vindurnar seljast líka út fyrir landsteinana, mest til Noregs, Skotlands og norður Ameríku. 

Nánari upplýsingar: petur@dng.is
17. júlí 2025
Davíð Gíslason and his wife Rungruang Gíslason visiting our facility – with the latest generation of DNG jigging reels, the R1, in the background.
17. júlí 2025
Davíð Gíslason og eiginkona hans Rungruang Gíslason í heimsókn hjá okkur – með nýjustu kynslóð DNG færavinda, R1, í bakgrunni.
17. júní 2025
Bergur VE hefur fengið nafnið Bergey VE á ný. Ljósm. Halldór Rafn Ágústsson
6. júní 2025
We welcome Daði Tryggvason to our team as the new Project Manager and Head of DNG Jigging Reels. Daði brings extensive and practical experience from both the fishing industry and public administration, which will serve him well in this new role. He holds a BSc degree in Fisheries Science from the University of Akureyri and has worked for over two decades on a wide range of projects within the sector. This includes many years at sea, both on trawlers and jigging boats equipped with DNG jigging reels. First-hand user experience with the company’s equipment is invaluable — particularly when it comes to product development and customer service. In addition to his time at sea, Daði has worked in aquaculture and most recently as a fisheries specialist at the Directorate of Fisheries, where he was responsible for quota allocations, licensing (including ICCAT and CITES), and customer relations. We look forward to the collaboration and are confident that Daði’s experience and insight will support the continued development of DNG Jigging Reels. https://www.slippurinndng.is/faeravindur
6. júní 2025
Við bjóðum Daða Tryggvason velkominn til liðs við okkur sem nýjan verkefnastjóra og yfirmann DNG Færavinda. Daði kemur með víðtæka og hagnýta reynslu úr sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu, sem mun nýtast vel í hans nýja hlutverki. Hann er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað í yfir tvo áratugi við fjölbreytt verkefni innan greinarinnar. Þar á meðal má nefna áralanga sjómennsku bæði á togurum og handfærabátum, sem voru búnir færavindum frá DNG. Sú þekking sem fylgir beinni notendareynslu af búnaði fyrirtækisins er dýrmæt, sérstaklega þegar kemur að vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini. Auk þess hefur Daði starfað í fiskeldi og síðast sem sérfræðingur í fiskveiðum hjá Fiskistofu, þar sem hann sinnti meðal annars úthlutun kvóta, leyfisveitingum (þar á meðal ICCAT og CITES) og viðskiptatengslum. Við hlökkum til samstarfsins og trúum því að reynsla og innsýn Daða styrki áframhaldandi þróun DNG Færavinda. https://www.slippurinndng.is/faeravindur
31. maí 2025
Til hamingju með sjómannadaginn – við sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hlýjar kveðjur og þökkum fyrir mikilvægt starf á sjó.
Fleiri færslur