Fyrsti dagur sjávarútvegssýningarinnar SPG Barcelona heppnaðist frábærlega
6. maí 2025
Sjávarútvegssýningin SPG Barcelona 2025 hófst með miklum glæsibrag og lauk fyrsti dagurinn með frábærum árangri. Fulltrúar Slippsins DNG voru afar ánægðir með mikla aðsókn að sýningarbásnum og þann áhuga sem lausnir fyrirtækisins vöktu meðal gesta.

Mikil aðsókn á bás Slippsins DNG á sjávarútvegssýningunni í Barcelona – gestir sýndu mikinn áhuga á lausnum fyrirtækisins bæði í skipaþjónustu og vinnslutækni.
Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar, og Bjarni Pétursson, sviðsstjóri Slippsins Skipaþjónustu, lýstu báðir yfir mikilli ánægju með daginn. „Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Magnús. Bjarni tók undir það og bætti við að sýningin væri kjörinn vettvangur til að hitta bæði núverandi viðskiptavini og mynda ný sambönd.
Sýningin stendur yfir í þrjá daga og þótti fyrsti dagurinn gefa mjög góð fyrirheit um framhaldið. Slippurinn DNG lítur á þátttöku sína sem mikilvægan þátt í að styrkja viðskiptasambönd bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi — annars vegar á sviði skipaþjónustu og hins vegar í kynningu á nýjustu tækni í fiskvinnslubúnaði, bæði fyrir vinnslu til sjós og lands.

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!




