Fyrsti dagur sjávarútvegssýningarinnar SPG Barcelona heppnaðist frábærlega
6. maí 2025
Sjávarútvegssýningin SPG Barcelona 2025 hófst með miklum glæsibrag og lauk fyrsti dagurinn með frábærum árangri. Fulltrúar Slippsins DNG voru afar ánægðir með mikla aðsókn að sýningarbásnum og þann áhuga sem lausnir fyrirtækisins vöktu meðal gesta.

Mikil aðsókn á bás Slippsins DNG á sjávarútvegssýningunni í Barcelona – gestir sýndu mikinn áhuga á lausnum fyrirtækisins bæði í skipaþjónustu og vinnslutækni.
Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar, og Bjarni Pétursson, sviðsstjóri Slippsins Skipaþjónustu, lýstu báðir yfir mikilli ánægju með daginn. „Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Magnús. Bjarni tók undir það og bætti við að sýningin væri kjörinn vettvangur til að hitta bæði núverandi viðskiptavini og mynda ný sambönd.
Sýningin stendur yfir í þrjá daga og þótti fyrsti dagurinn gefa mjög góð fyrirheit um framhaldið. Slippurinn DNG lítur á þátttöku sína sem mikilvægan þátt í að styrkja viðskiptasambönd bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi — annars vegar á sviði skipaþjónustu og hins vegar í kynningu á nýjustu tækni í fiskvinnslubúnaði, bæði fyrir vinnslu til sjós og lands.

Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið (ÍGF) hafa gert með sér samning um heildstæða sorphirðuþjónustu með skýra áherslu á flokkun og aukna endurvinnslu. ÍGF mun annast sorphirðu hjá fyrirtækinu og beita lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Innleiðing nýs kerfis hefst eftir sumarleyfi starfsfólks, en stefnt er að fullri útfærslu í haust. Með betri flokkun og meðhöndlun úrgangs má bæði auka nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og minnka mengun. Á sama tíma skapast aukin hagkvæmni þar sem förgunarkostnaður fer hækkandi.