Færavindur DNG hafa markað djúp spor í framþróun handfæraveiða síðustu áratugi, eða frá því að fyrsta DNG færavindan kom á markað árið 1985. Fyrsta C6000i vindan kom svo á markað árið 1995 og hefur verið grunnurinn að stöðugum nýjungum og betrumbótum. R1 færavindan er afrakstur áratuga þróunar, rannsókna og hönnunar með það að markmiði að skapa skilvirkustu færavinduna á markaðnum. Hún er búin Wi-Fi samskiptum, reglulegum hugbúnaðaruppfærslum og nákvæmri dýptargreiningu sem tryggir áreiðanleika og afköst. Þess vegna er R1 færavindan í dag leiðandi í greininni og traust tæki fyrir sjómenn um allan heim.