DNG FÆRAVINDUR

- leiðandi í þróun handfæraveiða


Færavindur DNG hafa markað djúp spor í framþróun handfæraveiða síðustu áratugi, eða frá því að fyrsta DNG færavindan kom á markað árið 1985. Fyrsta C6000i vindan kom svo á markað árið 1995 og hefur verið grunnurinn að stöðugum nýjungum og betrumbótum. R1 færavindan er afrakstur áratuga þróunar, rannsókna og hönnunar með það að markmiði að skapa skilvirkustu færavinduna á markaðnum. Hún er búin Wi-Fi samskiptum, reglulegum hugbúnaðaruppfærslum og nákvæmri dýptargreiningu sem tryggir áreiðanleika og afköst. Þess vegna er R1 færavindan í dag leiðandi í greininni og traust tæki fyrir sjómenn um allan heim.

Afl, ending og umhverfisávinningur


R1 færavindan skilar meiri afköstum með minni

orkunotkun og er orðin nánast hljóðlaus. Hún er

vatnsheld og smíðuð úr saltþolnu áli og ryðfríu

stáli sem tryggir langan endingartíma við erfiðustu

aðstæðum. Veiðistillingar fyrir þorsk, ufsa, makríl

og fleiri tegundir eru fyrirfram innbyggðar og

notandi getur einnig hannað sínar eigin styllingar.

Vindan slakar línu, finnur botninn og keipir þar til

fiskur bítur á. Þegar fiskurinn bítur á stöðvast hún

og dregur hann sjálfvirkt inn. Mengun og tap á

búnaði er hverfandi og áhrif á vistkerfi sjávar eru

lítil sem engin.


R1 færavindan sameinar hámarksafköst og

einfaldleika í notkun. Hún vinnur bæði á 12V

og 24V rafkerfum með lágmarks orkunotkun

og skilar samt sem áður miklum afköstum.

Hún er vatnsheld, með Wi-Fi samskiptum

á milli vindanna og háskerpuskjá sem veitir

notandanum nákvæma yfirsýn. Með innbyggðum

veiðistillingum fyrir vinsælar fisktegundir og öflugt

fiskleitarkerfi verður veiðin einfaldari og markvissari.

Notendur geta jafnframt sett inn sínar eigin stillingar

og sérsniðið vinduna að sínum veiðiaðferðum.

Hljóðlaus hönnun og traust bygging gera hana

að kjörnum búnaði við krefjandi aðstæður á sjó.

Tæknilegir eiginleikar
í fremstu röð


Með R1 Manager forritinu fæst fullkomin yfirsýn

og stjórn á öllum færavindum um borð, beint úr

stýrishúsinu. Hver vinda er auðkennd með

raðnúmeri en notendur geta einnig endurskýrt

vindur eftir tengingu til að auðvelda notkun.

Allar vindur sem tengdar eru sama neti birtast

í forritinu, þar sem einfalt er að fylgjast með

stöðu þeirra og stjórna stillingum. Ef vandamál

kemur upp er auðvelt að endurræsa tengingu

eða uppfæra hugbúnað vindanna beint í gegnum

forritið. Þannig verður stjórnunin bæði þægileg

og notendavæn lausn fyrir sjómenn.

R1 Snjöll stjórnun og yfirsýn

Á sjó ... með DNG færavindur