Góð verkefnastaða hjá DNG vinnslubúnaði

10. febrúar 2025

Frétt úr Ægi tímariti um sjávarútveg - 1. tölublaði 2025

Hönnun á vinnsludekki í togskipi.

„Við erum stolt af þeim vexti sem hefur verið hjá okkur á undaförnum árum og verður fyrirsjáanlega á næstu misserum í framleiðslu fiskvinnslubúnaðar. Verkefnastaðan er mjög góð fyrir árið 2025 og við erum að vinna af fullum krafti í áhugaverðum verkefnum fyrir árið 2026,“ segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri ehf.

„Við höfum alltaf verið sterkir í vinnslubúnaði í skipum en síðustu árin höfum við einnig sótt fram með lausnir fyrir landvinnslur með góðum árangri,“ bætir Magnús við.

 

Mikil áhersla á þróun

„Aukin áhersla og fjárfesting í þróun hefur skilað okkur góðum árangri og er- um við með mikla þekkingu og reynslu innan okkar raða í hráefnismeðferð og erum að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum fyrir viðskiptavini.“

Stærð verkefna er mismunandi, í sumum tilfellum er um að ræða viðameiri vinnslukerfi sem eiga sér talsverðan aðdraganda og undirbúning en Magnús segir að til fyrirtækisins sé líka leitað með verkefni sem leysa þurfi fyrir viðskiptavini á stuttum tíma. Fjölbreytnin í verkefnum er því mikil en meðal kerfa sem DNG vinnslubúnaður hefur verið að þróa á síðustu árum nefnir Magnús sjálfvirk lestarkerfi, blæðingarkerfi í fiskiskipum og flokkun á hráefni, að ógleymdu framleiðslukerfinu Promas sem er hugbúnaður fyrir vinnslukerfi DNG bæði á landi og sjó.

 

Tekjur að aukast í erlendum verkefnum

Magnús segir að tekjur af verkefnum DNG vinnslubúnaðar í erlendum verkefnum fari vaxandi og þá er bæði um að ræða lausnir í landi og á sjó.

„Í mörgum tilfellum er um að ræða verkefni þar sem við smíðum búnaðinn hér heima og förum síðan erlendis í uppsetningu og uppkeyrslu,“ segir Magnús.

Hann segir mikla samkeppni á þessu sviði.

„Já, samkeppnin er mikil, bæði innanlands og við erum líka að keppa við erlend fyrirtæki á þessu sviði. Samkeppni er af hinu góða og hún snýst ekki aðeins um verð heldur líka lausnir og ekki síst þekkingu og þjónustu. Við erum með mjög góða samkeppnisstöðu með þá reynslu og þekkingu sem við höfum á að byggja,“ segir Magnús Blöndal.

Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG vinnslubúnaðar
hjá Slippnum Akureyri ehf.
24. september 2025
Glæsilegi togarinn Guðmundur í Nesi við Slippinn Akureyri þar sem unnið er að reglubundnu viðhaldi.
12. september 2025
Ármann Guðmundsson, þjónustustjóri hjá DNG Færavindum, kynnir nýju DNG R1 færavinduna  á bás fyrirtækisins í Laugardalshöll.
11. september 2025
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.
4. september 2025
Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!
19. ágúst 2025
Elegant execution of the artwork Sókn in Grenivík. Designer: Sigríður Björg Haraldsdóttir, pictured here. Slippurinn Akureyri contributed to the final design and preparation. Photo courtesy of Grenivík.is.
19. ágúst 2025
Glæsileg útfærsla listaverksins Sókn á Grenivík. Hönnuður: Sigríður Björg Haraldsdóttir, sem sést á myndinni. Slippurinn Akureyri kom að lokahönnun, efnisvali og undirbúningi smíðinnar. Mynd fengin að láni hjá Grenivík.is.
Fleiri færslur