🎉 Árni Antonsson lætur af störfum hjá Slippnum eftir 50 farsæl ár!
29. nóvember 2024
Í dag er síðasti starfsdagur Árna Freys Antonssonar eftir farsæl 50 ár hjá Slippnum.

Árni, sem fagnaði 65 ára afmæli þann 16. nóvember, hefur starfað allan sinn starfsferil hjá Slippnum.
Hann hefur ekki aðeins verið ómissandi starfsmaður heldur tengist fjölskylda hans Slippnum sterkum böndum. Pabbi Árna vann hér árum saman, og tengdabörn ásamt öðrum skyldmennum hafa fylgt í hans fótspor með að starfa hjá Slippnum. Árni hóf störf sem verkamaður hjá Slippnum árið 1974, lærði tréskipasmíði og varð verkstjóri verkamanna árið 1994 – hlutverk sem hann hefur sinnt með festu og ástríðu í heil 30 ár.
Ástríða Árna fyrir upptöku og setningu skipa er vel þekkt. Hver man ekki eftir honum í stóru stígvélunum og gula hjálminum – alltaf tilbúinn að takast á við næsta verkefni með sínum einstaka hætti!
Við þökkum Árna af heilum hug fyrir ómetanlegt framlag hans til Slippsins og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.
🎈 Takk fyrir allt, Árni! 🙌

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!