Nýr DNG vinnslubúnaður settur upp í Súðavík og Sandgerði

11. mars 2025

Slippurinn Akureyri lauk nýlega við uppsetningu DNG vinnslubúnaðar hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru í Súðavík og Samherja fiskeldi í Sandgerði. 
Í Súðavík var sett upp sérhönnuð lína fyrir lifrarvinnslu og í Sandgerði ný snyrtilína fyrir bleikjuvinnslu.

Ný tæki frá DNG Vinnslubúnaði komin í notkun í lifrarvinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík.

Í desember og janúar var lokið við uppsetningu nýs búnaðar úr vörulínu DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri ehf. hjá tveimur viðskiptavinum, annars vegar í lifrarvinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík og hins vegar í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði.

Óli Björn Ólafsson, verkefnastjóri hjá starfsstöð Slipp­ins Akureyri í Hafnarfirði, segir verkefnin hafa gengið mjög vel og að þau endurspegli það víðfeðma svið í hönnun, framleiðslu og uppsetningu vinnslubúnaðar sem fyrirtækið þjónustar.


Sérhæfður búnaður fyrir lifrarvinnslu HG

Í Súðavík hefur niðursuða á þorsklifur verið starfrækt um 20 ára skeið en þar áður var rekin rækjuvinnsla í húsinu. Hraðfrystihúsið-Gunnvör starfrækir lifrarniðursuðuna en DNG Vinnslubúnaður annaðist hönnun, framleiðslu og smíði á sérstöku hitabaði, síutromlu, varmaskiptum og hitastýringum en hitastýring er einn af lykilþáttum í lifrarvinnslu sem þessari.

„Þetta verkefni er dæmi um sérhæfðan búnað í okkar fjölbreyttu vörulínu. Við tökumst á við margs konar verkefni í smíði búnaðar fyrir vinnslu sjávarfangs, hvort heldur er vinnsla botnfisks, eldisfisks, rækju eða sérhæfðari vinnsla á borð við hrogn og lifur,” segir Óli Björn en uppsetningu búnaðarins í Súðavík lauk nú í janúarmánuði.

„Við erum afar stolt af þessu verkefni í Súðavík og þökkum Hraðfrystihúsinu-Gunnvör fyrir það traust sem fyrirtækið sýndi okkur í því.”


Ný snyrtilína í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis

Önnur sérhæfð vinnsla er bleikjuvinnsla Samherja fiskeldis í Sandgerði en þar var lokið uppsetningu á nýrri snyrtilínu frá DNG Vinnslubúnaði í desembermánuði.

Þetta er fjórða snyrtilínan í húsinu en þær fyrri voru framleiddar af Martaki í Grindavík, forvera núverandi starfsstöðvar Slipp­ins Akureyri í Hafnarfirði.

Óli Björn segir að markmiðið með þessari línu sé að mæta aukinni framleiðslu í húsinu sem nemur 1000-1200 tonnum á ári en ársframleiðsla hefur verið um 3000 tonn síðustu ár.

Sem kunnugt er er bleikjuvinnslan Samherja fiskeldis í Sandgerði ein sú fullkomnasta í heimi en þar eru framleiddar bæði ferskar bleikjuafurðir og laustfrystar vakúmpakkaðar afurðir.

„Við erum mjög ánægð með útkomu nýju snyrtilínunnar í Sandgerði. Það er alltaf krefjandi að koma fyrir nýjum búnaði inni í vinnslu og mikilvægt að menn séu hugmyndaríkir að nýta rýmið vel. Bleikjuvinnslan í Sandgerði er hátæknivinnsla sem er með þessum búnaði frá okkur orðin enn betur búin,” segir Óli Björn.

Óli Björn Ólafsson, verkefnastjóri í starfsstöð
Slippsins Akureyri í Hafnarfirði.
24. september 2025
Glæsilegi togarinn Guðmundur í Nesi við Slippinn Akureyri þar sem unnið er að reglubundnu viðhaldi.
12. september 2025
Ármann Guðmundsson, þjónustustjóri hjá DNG Færavindum, kynnir nýju DNG R1 færavinduna  á bás fyrirtækisins í Laugardalshöll.
11. september 2025
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.
4. september 2025
Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!
19. ágúst 2025
Elegant execution of the artwork Sókn in Grenivík. Designer: Sigríður Björg Haraldsdóttir, pictured here. Slippurinn Akureyri contributed to the final design and preparation. Photo courtesy of Grenivík.is.
19. ágúst 2025
Glæsileg útfærsla listaverksins Sókn á Grenivík. Hönnuður: Sigríður Björg Haraldsdóttir, sem sést á myndinni. Slippurinn Akureyri kom að lokahönnun, efnisvali og undirbúningi smíðinnar. Mynd fengin að láni hjá Grenivík.is.
Fleiri færslur