Hitabað fyrir fiskvinnslur

Hitaböð frá DNG eru sérhannaðar gæðalausnir fyrir lifrarvinnslu af öllum stærðum.


Þessi nákvæmu hitaböð tryggja fullkomna losun himnu frá lifrinni og fjarlægja lifrarorma sem annars geta leynst á milli, sem skilar hágæða afurðum.

Með innbyggðum varmaskipti er hitastig vatnsins haldið stöðugu á 55–60 °C, sem tryggir áreiðanlega og árangursríka vinnslu í hvert skipti.


Eftir meðhöndlun á hreinsiborði fer lifrin í hitabaðið þar sem himnan losnar á skilvirkan hátt.

DNG er leiðandi á sviði hitabaða fyrir íslenskar fiskvinnslur, með áratuga reynslu að baki.

Senda fyrirspurn