Pækilkerfi

Sérhönnuð pækilkerfi sem auka framleiðslugetu og gæði í fisk- og rækjuvinnslu. Fullkomlega sjálfvirk, tölvustýrð kerfi með nákvæmni sem tryggir samræmi í framleiðslu. Kerfið inniheldur saltkar, saltbræðslukerfi og pækiltanka sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers viðskiptavinar.


Notendavæn hönnun auðveldar notkun og viðhald, ásamt því að bjóða upp á sveigjanleika við blöndun mismunandi uppskrifta. Stýrikerfið gerir þér kleift að halda utan um margar uppskriftir og dælir pækli sjálfkrafa á afhendingarstað, sem sparar tíma og eykur nákvæmni í framleiðslu.

Senda fyrirspurn