Slægingarlínan frá DNG er sérhönnuð fyrir krefjandi aðstæður í fiskvinnslu, bæði í landvinnslu og um borð í skipum. Felliborðin eru þróuð með áherslu á þægindi, aðgengi og auðveld þrif - lykilþættir fyrir dagleg not í hörðu vinnuumhverfi.
Sérsniðin fyrir þarfir fiskvinnslunnar, býður línan upp á fjölbreyttar leiðir fyrir slor, lifur, gotu og svil sem hámarkar sveigjanleika í vinnsluferlinu. Möguleikinn á að tengja aðgerðarstöðina við flokkara eykur enn frekar skilvirkni og bætir flæði í framleiðslu, sem skilar sér í hagkvæmari rekstri og betri afurðum.
Hafðu samband við DNG í dag til að finna lausn sem hentar þinni vinnslu fullkomlega.