Þurrsöltunarker

Okkar sérhannað þurrsöltunarker býður upp á einfalda og árangursríka leið til að salta fiskafurðir í vinnslu. Kerfið gerir starfsmanni kleift að dreifa salti jafnt yfir afurðir með einföldum og nákvæmum hætti, sem tryggir gæði lokaafurðarinnar. Með þægilegu handfangi og stjórnhnappi er saltdreifing bæði þægileg og nákvæm, sem dregur úr sóun og eykur skilvirkni. Saltskrúfan flytur salt frá keri upp í rana með sjálfvirkum hætti sem stuðlar að góðu vinnuumhverfi og eykur afköst í fiskvinnslu. Þessi sveigjanleiki gerir kerfið að ómissandi búnaði fyrir alla sem leggja áherslu á gæði í þurrsöltunarferlinu.

Senda fyrirspurn