Súlur stálgrindarhús ehf. vinnur að uppsetningu á nýrri vélaskemmu í Hlíðarfjalli – Vaxandi eftirspurn eftir stálgrindarhúsum á Íslandi
2. október 2024

Fyrirtækið Súlur Stálgrindarhús ehf. er dótturfyrirtæki Slippsins Akureyri sem stofnað var fyrir ári síðan. Undanfari stofnunar fyrirtækisins var viðamikið verkefni sem Slippurinn hafði með höndum við að reisa nýbyggingu Húsasmiðjunnar á Selfossi og var í framhaldinu tekin ákvörðun um að stofna fyrirtæki um verkefni í byggingariðnaði með sérstakri áherslu á stálgrindarhús, enda mikil þekking á stáli innan samstæðunnar. Súlur Stálgrindarhús ehf. býður tilbúin innflutt stálgrindarhús á íslenskum markaði og er þessa dagana að reisa 800 fermetra vélaskemmu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Kristján H. Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir talsverða eftirspurn og næstu verkefni þegar komin í hönnunar- og undirbúningsferli.
18 vikna afgreiðslutími frá Kína
Stálgrindarhúsin koma hingað til lands tilbúin til uppsetningar, bæði stálvirkið sjálft, yleiningar, gluggar og hurðir. Húsin eru framleidd í Kína og eru CE vottuð og segir Kristján að reikna megi með um 18 vikna tíma frá því allar arkitektateikningar liggja fyrir þar til húsin eru komin á verkstað á Íslandi, tilbúin til uppsetningar.
„Til að enginn vafi leiki á gæðum þessara húsa þá fengum við óháða alþjóðlega þýska vottunarstofu, TÜV SÜD, til að taka út framleiðslu vélaskemmunar þegar það var í framleiðslu í Kína og sú úttekt staðfesti að húsin eru í hæsta gæðaflokki. Enda sjáum við það í uppsetningarvinnunni núna að það stenst allt upp á punkt og prik,“ segir Kristján en sjálfur er hann menntaður húsasmiður og byggingafræðingur en starfaði áður um nokkurra ára skeið hjá Slippnum Akureyri.
Lausn sem er vel samkeppnisfær
„Við fáum mikið af fyrirspurnum um þessar lausnir okkar víða að úr atvinnulífinu, bæði frá viðskiptavinum til sjávar og sveita,“ segir Kristján en þyngri fjármögnun vegna hárra vaxta segir hann helst birtast í því að undirbúningsferli framkvæmda taki lengri tíma en áður. Markaðurinn sé hins vegar augljóslega fyrir hendi.
„Fyrirspurnir hafa komið til okkar að undanförnu um smærri sem stærri hús, allt upp í um 3.500 fermetra að stærð. Við getum boðið allar stærðir stálgrindarhúsa og í reynd eru engin mörk á því. Ég hef sjálfur skoðað verksmiðjuna í Kína og veit að þar er núna verið að framleiða hús sem er 20.000 fermetrar að stærð svo að fyrirtækið hefur vítt framleiðslusvið,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann þróun í verði á stáli og flutningum í rétta átt að undanförnu og að það styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækisins enn frekar.
„Þetta eru hús sem eru mjög vel samkeppnisfær á íslenskum markaði og góður valkostur fyrir fjölbreytta starfsemi,“ segir Kristján.
Stefnt á verklok í Hlíðarfjalli í nóvember
Á næstu dögum verður lokið við uppsetningu stálvirkisins í áhaldahúsinu í Hlíðarfjalli og þá tekur við klæðning yleininga og frágangur. Kristján segist vonast til að veðurguðirnir verði framkvæmdinni hliðhollir í haust og að hægt verði að ljúka við húsið í nóvembermánuði. Upphaflega var ætlunin að reisa húsið haustið 2023 en tafir á öðrum verkþáttum urðu til þess að samkomulag var við verkkaupa um að seinka framkvæmdinni um eitt ár.
„Hönnunarferli hússins seinkaði í fyrra og steypa á sökklum og millilofti hófst ekki fyrr en í byrjun júní í sumar en stálgrindin kom til landsins í júní og yleiningarnar í ágúst. Við hófum síðan vinnu við uppsetninguhússins strax og allar undirstöður voru tilbúnar,“ segir Kristján en auk starfsmanna Súlna Stálgrindarhúsa ehf. koma starfsmenn frá Slippnum Akureyri að uppsetningarvinnunni. Kristján segir fyrirtækin þannig geta lagt saman krafta sína í verkefnum þegar á þarf að halda.
„Okkar séráhersla er á stálgrindarhúsin en samt sem áður tökum við fjölbreytt önnur verkefni að okkur á byggingarsviðinu. Dæmi þar um er umsjón með breytingum á húsnæði fyrir frumkvöðlasetrið Drift EA í Landsbankahúsinu við Ráðhústorg sem smiðir á okkar vegum eru að ljúka um þessar mundir. Við erum því nýtt félag á byggingamarkaði og getum boðið okkar þjónustu og hús til viðskiptavina hvar sem er á landinu,“ segir Kristján H. Kristjánsson.

For the third year in a row, the Eyjafjörður Welfare Fund presents the Welfare Star in collaboration with Glerártorg Shopping Centre and Slippurinn Akureyri. The new design for Christmas 2025 was created by Elva Ýr Kristjánsdóttir and Kristín Anna Kristjánsdóttir, marketing project managers at Glerártorg, and, as in previous years, produced and sponsored by Slippurinn Akureyri. Sales of the Welfare Star begin on Saturday, November 8, at 1 p.m. at Glerártorg and form an important part of the Fund’s annual fundraising efforts. Everyone involved donates their time, and all proceeds go directly to individuals and families in need in the Eyjafjörður region. The Welfare Star will be available throughout the Christmas season at Lindex and Heimilistæki / Tölvulistinn / Kúnígúnd stores at Glerártorg. “The Welfare Star is a beautiful and meaningful Christmas ornament – a symbol of unity and kindness in the lead-up to the holidays,” says Guðný Jóna Þorsteinsdóttir, advisor to the Fund. A new design of the star will be introduced each year, adding to its collectable value for those who cherish it year after year. About the Eyjafjörður Welfare Fund The Eyjafjörður Welfare Fund is a joint initiative of the Church Aid of Iceland, The Salvation Army in Akureyri, the Mothers’ Support Committee of Akureyri, and the Red Cross of Eyjafjörður. Since 2013, these organisations have worked together to support individuals and families in the Eyjafjörður area who are struggling financially. The need for assistance has grown significantly in recent years. During Christmas 2024, the Fund received over 500 applications, and a similar number is expected this year. “We could not do this without the goodwill of Glerártorg and the employees of Slippurinn Akureyri, whose invaluable contribution makes this project possible. We encourage everyone in the community to buy the star and show unity and warmth in the spirit of Christmas,” says Kristín Björk Gunnarsdóttir, Chair of the Eyjafjörður Welfare Fund. The Welfare Fund operates throughout the year with the goal of supporting individuals and families in need. All donations go directly toward purchasing grocery gift cards, which are distributed to those requiring assistance. Those who wish to support the project can send an email to jolaadstod@gmail.com or donate to the bank account 0302-26-003533.

Í þriðja sinn í röð stendur Velferðarsjóður Eyjafjarðar fyrir sölu á Velferðarstjörnunni, í samstarfi við Glerártorg og Slippinn Akureyri. Nýtt útlit stjörnunnar fyrir jólin 2025 er hannað af Elvu Ýr Kristjánsdóttur og Kristínu Önnu Kristjánsdóttur, verkefnastjórum markaðsmála á Glerártorgi, og framleitt og styrkt af Slippnum Akureyri líkt og undanfarin ár. Sala Velferðarstjörnunnar hefst laugardaginn 8. nóvember kl. 13 á Glerártorgi og er mikilvægur hluti af fjáröflun sjóðsins. Allir sem koma að verkefninu gefa vinnu sína og allur ágóði rennur óskiptur til efnaminni einstaklinga og fjölskyldna á Eyjafjarðarsvæðinu. Velferðarstjarnan verður í sölu fram að jólum hjá Lindex og Heimilistæki/Tölvulistinn/Kúnígúnd á Glerártorgi. „Velferðarstjarnan er fallegt og merkingarbært jólaskraut – tákn samstöðu og kærleika í aðdraganda jólanna,“ segir Guðný Jóna Þorsteinsdóttir, ráðgjafi sjóðsins. Áætlað er að ný hönnun stjörnunnar verði kynnt á hverju ári, sem eykur safngildi hennar fyrir þá sem safna henni ár frá ári. Um Velferðarsjóð Eyjafjarðar Velferðarsjóður Eyjafjarðar er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð, sem frá árinu 2013 hafa unnið saman að því að styðja einstaklinga og fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu sem standa höllum fæti. Þörf fyrir aðstoð hefur aukist verulega á undanförnum árum. Um jólin 2024 bárust yfir 500 umsóknir, og svipaðs fjölda er að vænta í ár. „Okkur hefði ekki tekist þetta án velvilja Glerártorgs og starfsmanna Slippsins, sem leggja málefninu lið með ómetanlegu framlagi. Við hvetjum íbúa svæðisins til að kaupa stjörnuna og sýna þannig samstöðu og hlýju í aðdraganda jólanna,“ segir Kristín Björk Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Velferðarsjóðs Eyjafjarðar. Velferðarsjóðurinn starfar allt árið með það að markmiði að styðja efnaminni einstaklinga og fjölskyldur. Allur stuðningur fer óskiptur í kaup á gjafakortum í matvöruverslunum, sem afhent eru þeim sem þurfa á hjálp að halda. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta sent tölvupóst á jolaadstod@gmail.com eða lagt inn á reikning 0302-26-003533.

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!



