Uppfærslan í R1 vindurnar var góð fjárfesting
28. maí 2025
Uppfærsla í R1 vindur skilar sér í betri veiði

„Nýja R1 vindan frá DNG er bylting og tvímælalaust sú besta sem ég hef prófað. Síðast var ég með 6000i vinduna og var lengi vel tvístígandi hvort það væri ástæða til að uppfæra í nýju vindurnar því ég var mjög ánægður með 6000i. En svo lét ég slag standa fyrir tímabilið í ár, uppfærði í R1 kynslóðina og sé sannarlega ekki eftir því,“ segir Björn Snorrason, strandveiðimaður á Dalborgu EA 317 á Dalvík. Hann hefur stundað strandveiðar nánast frá því kerfinu var komið á og á þessum árum hafi hann bæði kynnst eldri gerðum af DNG vindunum og líka vindum frá öðrum framleiðendum.
DNG vindurnar besti kosturinn
„Mín niðurstaða varð fljótt sú að vera með vindurnar frá DNG einfaldlega vegna þess að þær koma best út," segir Björn en R1 eru fjórða kynslóðin af DNG vindum sem hann notar á strandveiðunum.
Fyrir utan gæðin á vindunum sjálfum segir Björn það skipta sig miklu máli að hafa þjónustu DNG í næsta nágrenni. „Nálægðin við þjónustuna er mikilvæg ef eitthvað kemur upp sem þarf að laga eða að fá leiðbeiningar í gegnum síma. Mín reynsla á þessum árum er að þjónustustigið hjá DNG er hátt," segir Björn.
R1 vindan hljóðlát og fiskar betur
Að fenginni reynslu af notkun R1 vindanna fjögurra á Dalborgu fyrstu vikur strandveiðitímabilsins í vor er það mat Björns að uppfærsla í R1 vindurnar sé góð fjárfesting.
„Ég tók strax eftir því að R1 vindan er nánast hljóðlaus og það skiptir máli þegar eru fjórar vindur í gangi á bátnum. Stærsti kosturinn er samt að R1 vindan fiskar enn einfaldlega betur en síðasta kynslóð, sem þó eru fínar vindur. Því segi ég að þetta sé góð fjárfesting og fljót að borga sig. R1 vindan er mýkri í drætti og heldur fiskinum vel á krókunum en ég tek sérstaklega eftir því að þegar lóðar lítið og er tregara fiskirí þá koma alltaf einhverjir fiskar upp. Það kemur varla fyrir að slóðinn komi upp án þess að sé fiskur á krók. Sem skiptir umtalsverðu máli því það safnast með þessu móti drjúgt í kílóin yfir daginn. Mitt mat er þess vegna að hönnun á þessum vindum og þróun á hugbúnaðinum í þeim hafi tekist mjög vel. Og fyrir mig sem tel mig ekki mikinn fiskimann þá er lykilatriði að vera með góðan búnað sem skilar mér árangri. Ég þakka því DNG vindunum gjarnan þegar mér tekst að ná skammtinum í strandveiðinni," segir Björn.


Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!