Bergey VE fær aftur sitt upprunalega nafn

17. júní 2025

Fréttin hér að neðan er fengin af vef Síldarvinnslunnar, svn.is, og birt með beinum tilvitnunum:

Bergur VE hefur fengið nafnið Bergey VE á ný. Ljósm. Halldór Rafn Ágústsson
Fyrir nokkru fór Bergur VE í slipp til Akureyrar. Þar var skipið málað og gert fínt, vélar teknar upp og ýmsu öðru viðhaldi sinnt. Á meðal þess sem gerðist í slippnum var að nafni skipsins var breytt. Það fékk aftur sitt upprunalega nafn Bergey og nú heyrir Bergsnafnið sögunni til.

Skipið var smíðað í Noregi fyrir dótturfélag Síldarvinnslunnar, Berg – Hugin í Vestmannaeyjum, árið 2019. Árið 2020 festi Síldarvinnslan kaup á Bergi ehf. í gegnum Berg-Hugin og í kjölfar þeirra kaupa eignaðist Bergur ehf. skipið árið 2022 og var þá nafni þess breytt í Bergur. Nú hafa félögin Bergur – Hugin og Bergur verið sameinuð og þótti þá eðlilegt að skipið fengi á ný sitt gamla nafn.

Jón Valgeirsson skipstjóri segir að áhöfnin sé sátt við breytinguna á nafninu.
„Sumir í áhöfninni áttu erfitt með að venjast Bergsnafninu og nefndu skipið ávallt Bergey. Ég heyri ekki annað en að menn hér um borð séu mjög sáttir við þessa breytingu.
Bergur fór semsagt upp í slippinn en Bergey kom niður.
Við höldum til veiða á morgun frá Akureyri og ég geri ráð fyrir að við förum austur fyrir land.
Nú er systurskipið Vestmannaey komið hingað til Akureyrar og mun fara hér í slippinn,“ sagði Jón.

Vestmannaey VE gerð klár fyrir slipp. Ljósm. Valtýr Auðbergsson
24. september 2025
Glæsilegi togarinn Guðmundur í Nesi við Slippinn Akureyri þar sem unnið er að reglubundnu viðhaldi.
12. september 2025
Ármann Guðmundsson, þjónustustjóri hjá DNG Færavindum, kynnir nýju DNG R1 færavinduna  á bás fyrirtækisins í Laugardalshöll.
11. september 2025
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.
4. september 2025
Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!
19. ágúst 2025
Elegant execution of the artwork Sókn in Grenivík. Designer: Sigríður Björg Haraldsdóttir, pictured here. Slippurinn Akureyri contributed to the final design and preparation. Photo courtesy of Grenivík.is.
19. ágúst 2025
Glæsileg útfærsla listaverksins Sókn á Grenivík. Hönnuður: Sigríður Björg Haraldsdóttir, sem sést á myndinni. Slippurinn Akureyri kom að lokahönnun, efnisvali og undirbúningi smíðinnar. Mynd fengin að láni hjá Grenivík.is.
Fleiri færslur