Góð heimsókn frá stofnanda DNG

17. júlí 2025

Stofnandi DNG heimsækir framleiðsluna – rætur og framtíð mætast

Davíð Gíslason og eiginkona hans Rungruang Gíslason í heimsókn hjá okkur – með nýjustu kynslóð DNG færavinda, R1, í bakgrunni. 

Við fengum í dag ánægjulega heimsókn frá Davíð Gíslasyni og eiginkonu hans Rungruang Gíslason. Davíð stofnaði fyrirtækið DNG á sínum tíma (í kringum 1980) og stendur D-ið og G-ið í lógói DNG fyrir upphafsstafi hans.

Davíð skoðaði framleiðsluna hjá okkur af miklum áhuga og lýsti yfir ánægju með þróun og hönnun nýjustu kynslóðar DNG færavinda. Það vakti sérstaka gleði þegar hann fékk að heyra að margir sjómenn telja hreyfingarnar í nýju R1 vindunni minna á gömlu góðu DNG 5000 vinduna – þá kom sannur ljómi yfir andlit Davíðs!

Það er einnig skemmtilegt að geta þess að hjónin koma enn að framleiðslunni – þau sjá um gerð eins íhlutar í nýju DNG vindunum. Þannig lifa rætur DNG áfram í nútímalegri framleiðslu, með tengingu við upprunann sem við berum mikla virðingu fyrir.

Við þökkum Davíð og frú kærlega fyrir heimsóknina og hlý orð!

Meira um DNG færavindurnar hér: DNG Færavindur

19. ágúst 2025
Elegant execution of the artwork Sókn in Grenivík. Designer: Sigríður Björg Haraldsdóttir, pictured here. Slippurinn Akureyri contributed to the final design and preparation. Photo courtesy of Grenivík.is.
19. ágúst 2025
Glæsileg útfærsla listaverksins Sókn á Grenivík. Hönnuður: Sigríður Björg Haraldsdóttir, sem sést á myndinni. Slippurinn Akureyri kom að lokahönnun, efnisvali og undirbúningi smíðinnar. Mynd fengin að láni hjá Grenivík.is.
15. ágúst 2025
Fjarstýrðir kafbátar fyrir fiskeldi Slippurinn Akureyri er með umboð fyrir Deep Trekker , kanadíska neðansjávar­dróna – eða fjarstýrða kafbáta, eins og við köllum þá. Við höfum kynnt búnaðinn á vörusýningum undanfarin ár og fengið frábærar viðtökur. Nokkrir aðilar hafa þegar fjárfest í þessum lausnum og hefur notagildið sannað sig með glæsilegum árangri. Valdemar Karl Kristinsson, verkefnastjóri hjá Slippnum Akureyri, segir að Deep Trekker stuðli að auknu öryggi og hagkvæmni í rekstri fiskeldisfyrirtækja: „Með Deep Trekker kafbátum færðu fullkomið yfirlit yfir ástand neta og festinga án þess að þurfa að senda kafara niður. Þú sérð strax hvað þarf að laga eða viðhalda, sem sparar bæði tíma og kostnað og eykur öryggi.“ Net Patch Kit – einfaldar viðgerðir undir vatni Eitt af þeim verkfærum sem eykur þetta öryggi og skilvirkni er Net Patch Kit. Það festist ofan og neðan á Deep Trekker kafbát og heldur netbótinni með örmum framan við bátinn. Mótorinn að neðan tengist við gripbúnaðinn, og með stýringu á neðri arminum er hægt að minnka spennu í netinu til að staðsetja möskvann rétt og síðan losa til að skilja bótina eftir á sínum stað. Slippurinn Akureyri sér um að útvega festingar og uppsetningarbúnað, en viðskiptavinurinn útvegar sjálfur netið svo hægt sé að samræma efnið við það sem þegar er notað í kví fyrirtækisins. Sjá nánar í myndbandi hér að neðan. Fiskeldi undir stjórn – nákvæm skoðun, hreinsun og vöktun Með kafbát frá Deep Trekker er hægt að framkvæma reglulegar og nákvæmar skoðanir á netum og tryggja að festingar séu öruggar og þar með tryggja burðarþol og öryggi mannvirkja. Þetta er sérstaklega mikilvægt við uppsetningu nýrra kvía og til að uppfylla kröfur eftirlitsaðila. Með kafbát geturðu tekið stjórn á netaskoðunum, aukið skilvirkni í hreinsun og fylgst með slit- eða skemmdarhættu sem gæti leitt til slysasleppinga. Reglulegar skoðanir á kvíum og netum, ásamt vöktun á fiskiheilbrigði og fóðrun, ættu að vera hluti af daglegum rekstri. Með lausnum Deep Trekker er hægt að fá rauntímamynd frá neðansjávarmyndavélum, fylgjast með fóðrun, meta ástand stofnsins og greina hegðun fisksins. Þetta sparar bæði tíma og fjármuni. Hér fyrir neðan eru ítarleg og áhugaverð myndbönd sem sýna notkun og virkni Deep Trekker við raunverulegar aðstæður. Frekari upplýsingar veitir: Valdemar Karl Kristinsson valdemar@slipp.is Slippurinn Akureyri verður með Deep Trekker til sýnis á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll, dagana 10.–12. september, á bás númer B-26.
17. júlí 2025
Davíð Gíslason and his wife Rungruang Gíslason visiting our facility – with the latest generation of DNG jigging reels, the R1, in the background.
17. júní 2025
Bergur VE hefur fengið nafnið Bergey VE á ný. Ljósm. Halldór Rafn Ágústsson
6. júní 2025
We welcome Daði Tryggvason to our team as the new Project Manager and Head of DNG Jigging Reels. Daði brings extensive and practical experience from both the fishing industry and public administration, which will serve him well in this new role. He holds a BSc degree in Fisheries Science from the University of Akureyri and has worked for over two decades on a wide range of projects within the sector. This includes many years at sea, both on trawlers and jigging boats equipped with DNG jigging reels. First-hand user experience with the company’s equipment is invaluable — particularly when it comes to product development and customer service. In addition to his time at sea, Daði has worked in aquaculture and most recently as a fisheries specialist at the Directorate of Fisheries, where he was responsible for quota allocations, licensing (including ICCAT and CITES), and customer relations. We look forward to the collaboration and are confident that Daði’s experience and insight will support the continued development of DNG Jigging Reels. https://www.slippurinndng.is/faeravindur
Fleiri færslur