Góð heimsókn frá stofnanda DNG
17. júlí 2025
Stofnandi DNG heimsækir framleiðsluna – rætur og framtíð mætast

Davíð Gíslason og eiginkona hans Rungruang Gíslason í heimsókn hjá okkur – með nýjustu kynslóð DNG færavinda, R1, í bakgrunni.
Við fengum í dag ánægjulega heimsókn frá Davíð Gíslasyni og eiginkonu hans Rungruang Gíslason. Davíð stofnaði fyrirtækið DNG á sínum tíma (í kringum 1980) og stendur D-ið og G-ið í lógói DNG fyrir upphafsstafi hans.
Davíð skoðaði framleiðsluna hjá okkur af miklum áhuga og lýsti yfir ánægju með þróun og hönnun nýjustu kynslóðar DNG færavinda. Það vakti sérstaka gleði þegar hann fékk að heyra að margir sjómenn telja hreyfingarnar í nýju R1 vindunni minna á gömlu góðu DNG 5000 vinduna – þá kom sannur ljómi yfir andlit Davíðs!
Það er einnig skemmtilegt að geta þess að hjónin koma enn að framleiðslunni – þau sjá um gerð eins íhlutar í nýju DNG vindunum. Þannig lifa rætur DNG áfram í nútímalegri framleiðslu, með tengingu við upprunann sem við berum mikla virðingu fyrir.
Við þökkum Davíð og frú kærlega fyrir heimsóknina og hlý orð!
Meira um DNG færavindurnar hér: DNG Færavindur

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!