DNG R1 Færavindur - Hugbúnaðaruppfærsla og yfirferð án endurgjalds

11. desember 2024

Hugbúnaðaruppfærsla og yfirferð!

Allar DNG R1 færavindur, keyptar árið 2022 eða síðar, eiga rétt á hugbúnaðaruppfærslu og yfirferð án endurgjalds
Uppfærslan inniheldur umfangsmiklar endurbætur sem bæta bæði notendaupplifun og áreiðanleika.
 
Auk þess bjóðum við ókeypis yfirferð, sem inniheldur meðal annars skoðun á gormi, pakkningum og rakapokum, ásamt framlengingu á verksmiðjuábyrgð um 3 ár eftir yfirferð.
  • Sendingarkostnaður greiddur af DNG (pósthús til pósthúss). 
  • Heimilisfang: Slippurinn Akureyri, Naustatangi 2, 600 Akureyri.
  • Tími: 14–21 dagar (lengri á annatímum).
Tilboð gildir: 11. desember 2024 – 15. apríl 2025.
Þessi uppfærsla gildir eingöngu fyrir DNG R1 færavindur. 
Þjónusta við DNG 6000 færavindur heldur áfram óbreytt.

Hafðu samband:
Sími: 840 2909
Netfang: petur@dng.is

Nýttu þér þetta tækifæri til að fá nýjustu uppfærsluna og aukna ábyrgð!
6. maí 2025
High attendance at the Slippurinn DNG stand at the Barcelona seafood expo – visitors showed great interest in the company’s solutions in both ship services and processing technology.
6. maí 2025
Mikil aðsókn á bás Slippsins DNG á sjávarútvegssýningunni í Barcelona – gestir sýndu mikinn áhuga á lausnum fyrirtækisins bæði í skipaþjónustu og vinnslutækni.
15. apríl 2025
Students from the GRÓ Fisheries Training Programme, along with Hreiðar Þór Valtýsson, Associate Professor at the University of Akureyri, during a visit to Slippurinn in Akureyri.
15. apríl 2025
Nemendur frá GRÓ Sjávarútvegsskólanum ásamt Hreiðari Þór Valtýssyni dósent við Háskólann á Akureyri í heimsókn hjá Slippnum á Akureyri.
10. apríl 2025
Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið (ÍGF) hafa gert með sér samning um heildstæða sorphirðuþjónustu með skýra áherslu á flokkun og aukna endurvinnslu. ÍGF mun annast sorphirðu hjá fyrirtækinu og beita lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Innleiðing nýs kerfis hefst eftir sumarleyfi starfsfólks, en stefnt er að fullri útfærslu í haust. Með betri flokkun og meðhöndlun úrgangs má bæði auka nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og minnka mengun. Á sama tíma skapast aukin hagkvæmni þar sem förgunarkostnaður fer hækkandi.
2. apríl 2025
New Handfilleting Line from DNG
Fleiri færslur