DNG R1 Færavindur - Hugbúnaðaruppfærsla og yfirferð án endurgjalds
11. desember 2024
Hugbúnaðaruppfærsla og yfirferð!
Allar DNG R1 færavindur, keyptar árið 2022 eða síðar, eiga rétt á hugbúnaðaruppfærslu og yfirferð án endurgjalds.
Uppfærslan inniheldur umfangsmiklar endurbætur sem bæta bæði notendaupplifun og áreiðanleika.
Auk þess bjóðum við ókeypis yfirferð,
sem inniheldur meðal annars skoðun á gormi, pakkningum og rakapokum, ásamt framlengingu á verksmiðjuábyrgð um 3 ár eftir yfirferð.
- Sendingarkostnaður greiddur af DNG (pósthús til pósthúss).
- Heimilisfang: Slippurinn Akureyri, Naustatangi 2, 600 Akureyri.
- Tími: 14–21 dagar (lengri á annatímum).
Tilboð gildir:
11. desember 2024 – 15. apríl 2025.
Þessi uppfærsla gildir eingöngu fyrir DNG R1 færavindur.
Þjónusta við DNG 6000 færavindur heldur áfram óbreytt.
Hafðu samband:
Sími: 840 2909
Netfang: petur@dng.is
Nýttu þér þetta tækifæri til að fá nýjustu uppfærsluna og aukna ábyrgð!

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!