Handflökunarlína frá DNG
2. apríl 2025
Einföld og skilvirk lausn fyrir fiskvinnslu

Ný handflökunarlína frá DNG
DNG kynnir nýja handflökunarlínu. 
 Hún er hönnuð til að tryggja góða meðhöndlun hráefnis og bæta afköst í vinnsluferlinu. Innvigtunarvogin býr til fyrirfram skilgreinda skammta sem eru fluttir til þeirrar vinnustöðvar sem óskaði eftir þeim. Innvigtunin er skráð á viðkomandi starfsstöð eða starfsmann. Vigtun afurða frá starfsmönnum fer fram á pallvog.
 
 Allar skráningar fara inn í Promas hugbúnaðinn sem safnar upplýsingum um framleiðslu, magn, nýtingu og afköst starfsmanna. Þannig fá stjórnendur góða yfirsýn og geta stýrt ferlinu markvissar.
 
 Notendaviðmót línunnar er einfalt og þægilegt. Starfsmenn óska eftir skammti í gegnum innvigtunarvogina.
 
 Lögð er rík áhersla á þægindi í vinnuumhverfi. Hæðarstillanlegir pallar gera starfsfólki kleift að laga vinnustöðina að eigin þörfum.
 
 Einnig er lögð áhersla á að aðgengi að þrifum sé sem best.
 

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag.                                                                                                            Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“                                                                                                            Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann.                                                                                                            Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.
 

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september.                                                      Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar.                                                                                                            Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um:                                                                   Færavindur DNG                                                           Skipaþjónustu                                                           Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi                                                           Fiskvinnslubúnað DNG                                                           Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn                                                           …og margt fleira.                                                                                                                        Velkomin á bás B26!
 
 
  
 
 
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
 


