Slippurinn Akureyri með framúrskarandi þjónustu og áreiðanleika

28. mars 2025

Norska fyrirtækið Abyss AS hrósar Slippnum Akureyri fyrir áreiðanleika og framúrskarandi þjónustu.

 Stephen Merricks, tæknistjóri hjá Abyss AS í Kristiansund, um borð í Fosnafjord
Slippurinn Akureyri skarar fram úr í þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki, samkvæmt Stephen Merricks, tæknistjóra hjá norska fyrirtækinu Abyss AS. Merricks, sem hefur 22 ára reynslu hjá fyrirtækinu, er þessa dagana með þjónustubátinn Fosnafjord í slippþjónustu á Akureyri og lofar starfsemina í hástert.
 
"Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við erum með skip í slipp hjá Slippnum Akureyri, við höfum líka verið með Fosnakongen," segir Stephen. "Þjónustan og gæði vinnunnar eru framúrskarandi. Slippurinn er með allt sem við þurfum - eða með öðrum orðum, þetta er sannkallað 'One Stop Shop'."
Fosnafjord er þjónustubátur sem hefur aðsetur á Bíldudal og þjónar laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum, þar á meðal við Patreksfjörð, Bíldudal, Tálknafjörð og Þingeyri. Abyss AS er með leigusamning við Arctic Fish og Arnarlax um þjónustubátana Fosnafjord og Fosnakongen, sem hefur reynst félögunum afar vel.
 
Garðar Jóhannesson, verkefnastjóri hjá Slippnum, tekur undir orð Stephens og segir að samstarfið við Abyss gangi einstaklega vel. "Hér eru sannir fagmenn á ferðinni," bætir hann við.
 
Stephen er einnig ánægður með aðra þætti þjónustunnar: "Gistiaðstaðan sem verður fljótlega klár verður frábær. Þjónustan á lagernum er afbragðs góð. Starfsmenn, vélvirkjar, stálsmiðir, rafvirkjar - sama hvert er litið, þjónustan hér er frábær." Hann leggur sérstaka áherslu á rafvirkjadeildina undir stjórn Heiðars, sem hefur unnið afburðavel að rafmagnsvinnu sem er stór þáttur heildarverkefnisins.
"Meira að segja kokkurinn segir að mötuneytið sé af þeim gæðum að erfitt sé að toppa það," segir Stephen og hlær.
 
Ánægja Stephens nær lengra en bara til tæknilegrar þjónustu. "Akureyri er frábær bær og okkur finnst við vera heima þegar við komum hingað. Við hlökkum til að koma til ykkar aftur," segir hann að lokum.
Samstarfið milli Slippsins Akureyri og Abyss AS er gott dæmi um hvernig norðlensk þjónustufyrirtæki skara fram úr á alþjóðlegum vettvangi og styrkja um leið mikilvæg tengsl við sjávarútveg og fiskeldi í Noregi og á Íslandi.
Fosnafjord er glæsilegt skip og mjög vel tækjum búið
Sander Pedersen, Oliver Blø, Stephen Merricks og Rolf Kjønnøy
Fosnafjord í flotkvínni á Akureyri
24. september 2025
Glæsilegi togarinn Guðmundur í Nesi við Slippinn Akureyri þar sem unnið er að reglubundnu viðhaldi.
12. september 2025
Ármann Guðmundsson, þjónustustjóri hjá DNG Færavindum, kynnir nýju DNG R1 færavinduna  á bás fyrirtækisins í Laugardalshöll.
11. september 2025
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag. Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“ Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.
4. september 2025
Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september. Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar. Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um: Færavindur DNG Skipaþjónustu Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi Fiskvinnslubúnað DNG Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn …og margt fleira. Velkomin á bás B26!
19. ágúst 2025
Elegant execution of the artwork Sókn in Grenivík. Designer: Sigríður Björg Haraldsdóttir, pictured here. Slippurinn Akureyri contributed to the final design and preparation. Photo courtesy of Grenivík.is.
19. ágúst 2025
Glæsileg útfærsla listaverksins Sókn á Grenivík. Hönnuður: Sigríður Björg Haraldsdóttir, sem sést á myndinni. Slippurinn Akureyri kom að lokahönnun, efnisvali og undirbúningi smíðinnar. Mynd fengin að láni hjá Grenivík.is.
Fleiri færslur