Slippurinn Akureyri með framúrskarandi þjónustu og áreiðanleika

28. mars 2025

Norska fyrirtækið Abyss AS hrósar Slippnum Akureyri fyrir áreiðanleika og framúrskarandi þjónustu.

 Stephen Merricks, tæknistjóri hjá Abyss AS í Kristiansund, um borð í Fosnafjord
Slippurinn Akureyri skarar fram úr í þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki, samkvæmt Stephen Merricks, tæknistjóra hjá norska fyrirtækinu Abyss AS. Merricks, sem hefur 22 ára reynslu hjá fyrirtækinu, er þessa dagana með þjónustubátinn Fosnafjord í slippþjónustu á Akureyri og lofar starfsemina í hástert.
 
"Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við erum með skip í slipp hjá Slippnum Akureyri, við höfum líka verið með Fosnakongen," segir Stephen. "Þjónustan og gæði vinnunnar eru framúrskarandi. Slippurinn er með allt sem við þurfum - eða með öðrum orðum, þetta er sannkallað 'One Stop Shop'."
Fosnafjord er þjónustubátur sem hefur aðsetur á Bíldudal og þjónar laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum, þar á meðal við Patreksfjörð, Bíldudal, Tálknafjörð og Þingeyri. Abyss AS er með leigusamning við Arctic Fish og Arnarlax um þjónustubátana Fosnafjord og Fosnakongen, sem hefur reynst félögunum afar vel.
 
Garðar Jóhannesson, verkefnastjóri hjá Slippnum, tekur undir orð Stephens og segir að samstarfið við Abyss gangi einstaklega vel. "Hér eru sannir fagmenn á ferðinni," bætir hann við.
 
Stephen er einnig ánægður með aðra þætti þjónustunnar: "Gistiaðstaðan sem verður fljótlega klár verður frábær. Þjónustan á lagernum er afbragðs góð. Starfsmenn, vélvirkjar, stálsmiðir, rafvirkjar - sama hvert er litið, þjónustan hér er frábær." Hann leggur sérstaka áherslu á rafvirkjadeildina undir stjórn Heiðars, sem hefur unnið afburðavel að rafmagnsvinnu sem er stór þáttur heildarverkefnisins.
"Meira að segja kokkurinn segir að mötuneytið sé af þeim gæðum að erfitt sé að toppa það," segir Stephen og hlær.
 
Ánægja Stephens nær lengra en bara til tæknilegrar þjónustu. "Akureyri er frábær bær og okkur finnst við vera heima þegar við komum hingað. Við hlökkum til að koma til ykkar aftur," segir hann að lokum.
Samstarfið milli Slippsins Akureyri og Abyss AS er gott dæmi um hvernig norðlensk þjónustufyrirtæki skara fram úr á alþjóðlegum vettvangi og styrkja um leið mikilvæg tengsl við sjávarútveg og fiskeldi í Noregi og á Íslandi.
Fosnafjord er glæsilegt skip og mjög vel tækjum búið
Sander Pedersen, Oliver Blø, Stephen Merricks og Rolf Kjønnøy
Fosnafjord í flotkvínni á Akureyri
17. júlí 2025
Davíð Gíslason and his wife Rungruang Gíslason visiting our facility – with the latest generation of DNG jigging reels, the R1, in the background.
17. júlí 2025
Davíð Gíslason og eiginkona hans Rungruang Gíslason í heimsókn hjá okkur – með nýjustu kynslóð DNG færavinda, R1, í bakgrunni.
17. júní 2025
Bergur VE hefur fengið nafnið Bergey VE á ný. Ljósm. Halldór Rafn Ágústsson
6. júní 2025
We welcome Daði Tryggvason to our team as the new Project Manager and Head of DNG Jigging Reels. Daði brings extensive and practical experience from both the fishing industry and public administration, which will serve him well in this new role. He holds a BSc degree in Fisheries Science from the University of Akureyri and has worked for over two decades on a wide range of projects within the sector. This includes many years at sea, both on trawlers and jigging boats equipped with DNG jigging reels. First-hand user experience with the company’s equipment is invaluable — particularly when it comes to product development and customer service. In addition to his time at sea, Daði has worked in aquaculture and most recently as a fisheries specialist at the Directorate of Fisheries, where he was responsible for quota allocations, licensing (including ICCAT and CITES), and customer relations. We look forward to the collaboration and are confident that Daði’s experience and insight will support the continued development of DNG Jigging Reels. https://www.slippurinndng.is/faeravindur
6. júní 2025
Við bjóðum Daða Tryggvason velkominn til liðs við okkur sem nýjan verkefnastjóra og yfirmann DNG Færavinda. Daði kemur með víðtæka og hagnýta reynslu úr sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu, sem mun nýtast vel í hans nýja hlutverki. Hann er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað í yfir tvo áratugi við fjölbreytt verkefni innan greinarinnar. Þar á meðal má nefna áralanga sjómennsku bæði á togurum og handfærabátum, sem voru búnir færavindum frá DNG. Sú þekking sem fylgir beinni notendareynslu af búnaði fyrirtækisins er dýrmæt, sérstaklega þegar kemur að vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini. Auk þess hefur Daði starfað í fiskeldi og síðast sem sérfræðingur í fiskveiðum hjá Fiskistofu, þar sem hann sinnti meðal annars úthlutun kvóta, leyfisveitingum (þar á meðal ICCAT og CITES) og viðskiptatengslum. Við hlökkum til samstarfsins og trúum því að reynsla og innsýn Daða styrki áframhaldandi þróun DNG Færavinda. https://www.slippurinndng.is/faeravindur
31. maí 2025
Til hamingju með sjómannadaginn – við sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hlýjar kveðjur og þökkum fyrir mikilvægt starf á sjó.
Fleiri færslur