Skipaþjónusta

Slippurinn Akureyri er leiðandi í þjónustu við útgerðir. Við önnumst hönnun og sinnum breytingum og endurbótum á skipum auk alls almenns viðhalds þeirra.

Slippurinn stýrir verkefnum með hag verkkaupa að leiðarljósi. Verkefnastjórnun felur í sér undirbúning, skipulagningu, áætlanagerð og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á líftíma þess.

DNG Fiskvinnslubúnaður

DNG by Slippurinn Akureyri framleiðir ýmsan búnað og lausnir fyrir matvælavinnslur. Allur okkar búnaður er hannaður hjá DNG og byggist á íslensku hugviti og þekkingu.

Við leggjum mikla áherslu á að okkar búnaður stuðli að góðri hráefnismeðferð, sé þrifavænn og auðvelt að viðhalda.

Fiskeldi

Slippurinn Akureyri býður upp á heildar hönnun og smíði á undirstöðum, pöllum og brúm viðkomandi fiskeldiskerfum. Aðrar vörur fyrir fiskeldisiðnaðinn eru t.d. tromlufilterar og neðansjávardrónar.

Einnig bjóðum hin þekktu þvottakerfi frá Lagafors í Svíþjóð sem henta fyrir allar tegundir iðnaða. 

DNG Færavindur

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

25.07.2024

Vel heppnaðar breytingar hjá Slippnum á Akureyri á Gullbergi VE

ÁNÆGÐIR MEÐ BREYTINGARNAR Gullberg VE stoppaði stutt við í Eyjum eftir viðhaldsstopp í Slippnum á Akureyri. Leiðin lá beint á makrílmiðin. Halldór Alfreðsson, er með skipið í túrnum, en hann leysir Jón Atla Gunnarsson skipstjóra af. Halldór er einungis 27 ára gamall. Þegar heimasíðan náði tali af Halldóri í hádeginu sagði hann að veiðin væri búin að vera treg.
18.07.2024

Þjónustuaðilar á Íslandi fyrir DNG Færavindur

Hér er yfirlitskort yfir þjónustuaðila á Íslandi fyrir DNG færavindur. 
09.07.2024

DNG Vinnslubúnaður

Er þetta flottasta þvotta-/innmötunarkerið á markaðnum?
08.07.2024

Vinnslulausnir DNG

Við framleiðum fiskvinnslubúnað og veitum úrvals viðhaldsþjónustu fyrir íslenskan sjávarútveg.