Þessi gæðastefna lýsir áherslu stjórnar Slippsins á gæði vöru og þjónustu og að gæðin sé í samræmi við væntingar viðskiptavina. Stjórnin gerir sér grein fyrir að gæðamál eru stöðugt á dagskrá og vanda þarf til verka við úrlausn þeirra. Fagleg vinnubrögð eru lykillinn að árangri og því er þessi gæðastefna sett. Innleiðing og framkvæmd stefnunnar er mikilvæg til að fullvissa starfsmenn Slippsins og viðskiptavini um áherslur í gæðamálum. Stjórn Slippsins hefur samþykkt þessa stefnu og styður við framkvæmd hennar.
Stefna þessi tekur til allra þeirra sem starfa hjá Slippnum eða samningsbundið fyrir Slippinn. Áður nefndir aðilar bera ábyrgð á framkvæmd þessarar stefnu.
Þessi stefna er endurskoðuð árlega og oftar ef þörf krefur til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Slippsins.
Það er ásetningur stjórnenda að þróa og viðhalda vottuðu gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 og leita markvisst og stöðugt tækifæra til að bæta verkferla og innra starfsumhverfi fyrirtækisins.
Það er stefna Slippsins að starfsemi fyrirtækisins einkennist af fagmennsku og metnaði, sé til fyrirmyndar og í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um starfsemina. Í því felst að verkefni fyrirtækisins eru unnin af starfsmönnum sem hafa menntun, þekkingu og reynslu til að leysa þau. Slippurinn mun stuðla að því að viðhalda og efla fagþekkingu starfsmanna.
Slippurinn telur mikilvægt að veita starfsmönnum gott vinnuumhverfi og hvatningu í starfi sem og styðja frumkvæði þeirra.
Slippurinn leggur ríka áherslu á að eiga markviss og gagnvirk samskipti við viðskiptavini til að tryggja að væntingar þeirra séu uppfylltar, að þeir séu upplýstir um framvindu verkefna og geti komið skoðunum sínum á framfæri.
Megininntakið í starfsemi Slippsins er að veita verkkaupum skilvirka þjónustu og skila hagkvæmum og vönduðum úrlausnum á umsömdum tíma. Í því felst að gæði og hagkvæmni við úrlausn verkefna verða tryggð og gæðakröfur viðskiptavina uppfylltar.
Árlega eru sett mælanleg markmið í starfseminni, þau endurskoðuð með hliðsjón af árangri og stöðugt unnið að umbótum. Verkstjórar sjá til þess að starfsmenn þekki gæðastefnu og gæðamarkmið og vinni samkvæmt þeim. Allir starfsmenn Slippsins bera ábyrgð á að tilkynna frábrigði og galla sem varða afhendingu vöru og þjónustu eða væntingar viðskiptavina.