Sandblástur, háþrýstiþvottur og málning
Innan raða Slippsins starfar öflugt teymi sem sérhæfir sig í sandblæstri, háþrýstiþvotti og málingu en þessir þættir eru mjög mikilvægir í viðhaldi skipa. Slippurinn leggur áherslu á að tryggja ánægju viðskiptavina með vönduðum vinnubrögðum og góðri þjónustu.
Sandblástur er áhrifarík leið til að hreinsa yfirborð á t.d. stáli, áli og stepu. Aðferðin byggist á því að blása rifefnum, t.d. sandi, á flötinn til að fjarlægja ryð og gamla málningu. Starfsmenn okkar eru
sérfræðingar í sandblæstri á skipum, mannvirkjum, vélum, vélarhlutum og fleira.
Háþrýstiþvottur fjarlægir sölt og þess háttar óhreinindi sem er mikilvægt fyrir málun.
Máling skipa getur verið vandasamt verk. Hjá Slippnum starfar sérþjálfað starfsfólk um efni og áhöld við skipamálun.