Jafnréttisstefna

Markmið og metnaður Slippsins felst í, að allir starfsmenn skuli njóti jafnréttis í starfi sínu fyrir fyrirtækið, óháð kyni, uppruna, trú og aldri og að hver starfsmaður verði metinn og virtur að verðleikum á eigin forsendum. Slippurinn Akureyri skuldbindur sig til að vinna stöðugt að umbótum og eftirliti með jafnlaunakerfi fyrirtækisins og bregðast við þegar þess er þörf.

Eftirfarandi atriði eru höfð að leiðarljósi.

Tilgangur og markmið
Tilgangur og markmið jafnréttisáætlunar er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna og að tækifæri einstaklingsins verði jöfn óháð kynferði, uppruna, trú eða aldri. Mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, í stefnumótun og í allri ákvarðanatöku.

Með þessari áætlun viljum við koma í veg fyrir kynbundinn launamun og stuðla þannig að því að Slippurinn sé eftirsóttur vinnustaður í huga allra óháð kyni.

Launajafnrétti
Slippurinn skuldbindur sig til þess að viðhalda þeim viðmiðum sem eru sett við ákvörðun launa sem tryggja að hver og einn fái greitt fyrir starf út frá verðmæti þess, óháð kyni. Ráðningar, laun og önnur umbun byggir ekki á grundvelli kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Þegar nýr starfsmaður er ráðinn, skal við ákvörðun launa hans taka mið af kröfum sem starfið gerir með tilliti til ábyrgðar, álags og sérhæfni og þannig tryggja að verklagsreglum um ákvörðun launa sé fylgt.

Til að mæla hlítingu er gerð launagreining á eins árs fresti, þá eru borin saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni. Einnig eru framkvæmdar innri úttektir. Árlega er farið yfir gildandi lög og reglugerðir um jafnlaunamál og staðfest á fundi hlítni við lög.

Slippurinn skuldbindur sig til að bregðast við frábrigðum og vinna þannig að viðhaldi jafnlaunakerfis með stöðugum umbótum og eftirliti.

Með því að framfylgja jafnlaunastefnu tryggir Slippurinn að lögum og kröfum sé framfylgt.

Samræming vinnu og einkalífs
Til að koma á móts við starfsmenn og fjölskyldur skal boðið upp á hverja þá vinnuhagræðingu sem við verður komið. Öllum skal gert það auðvelt fyrir að koma til starfa eftir fæðingaorlof, foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.

Að sama skapi skulu slíkar aðstæður ekki hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi.

Starfsandi, störf í boði, starfsþróun og starfsmenntun
Slippurinn hvetur til þess að gert sé ráð fyrir þátttöku maka og/eða barna í félagslífi starfsmanna, þegar það á við. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og heiðarleika. Störf sem eru laus til umsóknar skulu standa öllum kynjum til boða.

Slippurinn Akureyri vill tryggja að framgangur í starfi, starfsþjálfun, endur- og símenntun hlíti sömu lögmálum um jafnræði kynjanna.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti
Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin- og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin hjá Slippnum. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu.

Í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislega áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum hefur fyrirtækið gefið út eineltisstefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Eftirfylgni og endurskoðun
Ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni við jafnréttisáætlunina er í höndum framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra. Ábyrgð á jafnlaunakerfi Slippsins Akureyri er í höndum mannauðsstjóra og skal erindum vegna þess beint til hans.

Á þriggja ára fresti skal stefna og áætlun endurskoðuð sem og farið skal yfir framkvæmd hennar innan fyrirtækisins. Skoðaðar skulu upplýsingar um þróun mála með tilliti til launa og kynjahlutfalls. Niðurstöður skulu kynntar fyrir stjórn fyrirtækisins ásamt því að jafnréttisáætlun næstu þriggja ára er kynnt, eigi síðar en febrúar 2027.

 

Fyrst samþykkt 26. mars 2019
Jafnréttisáætlun samþykkt af stjórn Slippsins Akureyri þann 05. mars 2024
Gildir mars 2024 – mars 2027