Um okkur

Slippurinn Akureyri ehf.

Slippurinn Akureyri er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og okkar góða varahluta og verkfæra lagerverslun. Skipaþjónusta Slippsins annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra.

DNG Fiskvinnslubúnaður

Undanfarin ár hefur fyrirtækið víkkað út sína þjónustu í sjávarútvegi, m.a. með smíði fiskvinnslubúnaðar undir merkinu DNG by Slippurinn Akureyri. DNG býður upp á breiða vörulínu og við tökum að okkur mjög fjölbreytt verkefni, hvort heldur er fyrir vinnslu á fiski í landi eða á sjó. 

Mannauður

Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn, vélvirkjar, rafvirkjar, rafeindavirkjar, forritarar, hönnuðir, verkfræðingar osfrv. Helstu þættir í þjónustu og vöruframboði Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir, innréttingasmíði og ryðfrí smíði á fiskvinnslubúnaði. 

Allt á einum stað

Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.