Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið í sameiginlegu átaki til að bæta sorphirðu og auka endurvinnslu
10. apríl 2025
Nýtt samstarf sem styður við sjálfbæra framtíð

Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið (ÍGF) hafa gert með sér samning um heildstæða sorphirðuþjónustu með skýra áherslu á flokkun og aukna endurvinnslu.
 
 ÍGF mun annast sorphirðu hjá fyrirtækinu og beita lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að sjálfbærni í rekstri.
 
 Innleiðing nýs kerfis hefst eftir sumarleyfi starfsfólks, en stefnt er að fullri útfærslu í haust.
 
 Með betri flokkun og meðhöndlun úrgangs má bæði auka nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og minnka mengun. Á sama tíma skapast aukin hagkvæmni þar sem förgunarkostnaður fer hækkandi.
 


Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2025 stendur nú yfir í Laugardalshöll eftir að hafa verið sett í gær, og lýkur henni á morgun, föstudag.                                                                                                            Slippurinn DNG er meðal þátttakenda og kynnir þar fjögur fyrirtækjasvið sín: Skipaþjónustu, DNG vinnslubúnað, DNG færavindur og Fiskeldi & iðnað. „Aðsókn á básinn okkar hefur verið mjög mikil,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippurinn DNG. „Þetta er frábær vettvangur til að ræða málin við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini.“                                                                                                            Hilmar bendir á að áskoranir og tækifæri í viðskiptaumhverfinu séu alltaf til staðar: „Þá er mikilvægt að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum — og þar koma hinar ýmsu lausnir sem við hjá Slippurinn DNG vinnum að í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir hann.                                                                                                            Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur meðal fagaðila í sjávarútvegi og veitir fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna nýjungar og styrkja tengsl innan greinarinnar.
 

Slippurinn DNG verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 10.–12. september.                                                      Við kynnum meðal annars DNG færavindur, Deep Trekker kafbáta og fjölbreytta þjónustu okkar.                                                                                                            Sérfræðingar okkar verða á staðnum til að ræða við gesti um:                                                                   Færavindur DNG                                                           Skipaþjónustu                                                           Brunvoll skrúfur og framdrifskerfi                                                           Fiskvinnslubúnað DNG                                                           Útbúnað og þjónustu fyrir fiskeldisiðnaðinn                                                           …og margt fleira.                                                                                                                        Velkomin á bás B26!
 
 
  
 



