Slippurinn Akureyri smíðaði listaverkið Sókn á Grenivík
19. ágúst 2025
Listaverk fyrir sögu og framtíð Grenivíkur

Glæsileg útfærsla listaverksins Sókn á Grenivík. Hönnuður: Sigríður Björg Haraldsdóttir, sem sést á myndinni. Smíði: Slippurinn Akureyri.
Mynd fengin að láni hjá Grenivík.is.
Umhverfislistaverkið Sókn var formlega afhjúpað á Gömlu bryggju á Grenivík laugardaginn 16. ágúst við frábærar aðstæður. Verkið er eftir Sigríði Björgu Haraldsdóttur og er fyrirmynd þess sótt í stefnið á bátnum Hermanni TH 34.
Slippurinn Akureyri hafði það heiðursverkefni að smíða listaverkið og lögðu starfsmenn mikinn metnað í að útfæra hugmynd listamannsins í endanlega gerð. Útkoman er glæsilegt umhverfislistaverk sem sameinar sögu, sjósókn og framtíðarsýn staðarins.
Við hjá Slippnum erum stolt af að hafa átt þátt í þessu merka verkefni og þökkum Grenivíkurhreppi og samstarfsaðilum fyrir traustið.

Listaverkið Sókn á Gömlu bryggju á Grenivík í ljósaskiptunum. Á myndinni er Elín Björk Friðþjófsdóttir, barnabarn sveitastjórans.
Mynd fengin að láni hjá Grenivík.is.

Fjarstýrðir kafbátar fyrir fiskeldi Slippurinn Akureyri er með umboð fyrir Deep Trekker , kanadíska neðansjávardróna – eða fjarstýrða kafbáta, eins og við köllum þá. Við höfum kynnt búnaðinn á vörusýningum undanfarin ár og fengið frábærar viðtökur. Nokkrir aðilar hafa þegar fjárfest í þessum lausnum og hefur notagildið sannað sig með glæsilegum árangri. Valdemar Karl Kristinsson, verkefnastjóri hjá Slippnum Akureyri, segir að Deep Trekker stuðli að auknu öryggi og hagkvæmni í rekstri fiskeldisfyrirtækja: „Með Deep Trekker kafbátum færðu fullkomið yfirlit yfir ástand neta og festinga án þess að þurfa að senda kafara niður. Þú sérð strax hvað þarf að laga eða viðhalda, sem sparar bæði tíma og kostnað og eykur öryggi.“ Net Patch Kit – einfaldar viðgerðir undir vatni Eitt af þeim verkfærum sem eykur þetta öryggi og skilvirkni er Net Patch Kit. Það festist ofan og neðan á Deep Trekker kafbát og heldur netbótinni með örmum framan við bátinn. Mótorinn að neðan tengist við gripbúnaðinn, og með stýringu á neðri arminum er hægt að minnka spennu í netinu til að staðsetja möskvann rétt og síðan losa til að skilja bótina eftir á sínum stað. Slippurinn Akureyri sér um að útvega festingar og uppsetningarbúnað, en viðskiptavinurinn útvegar sjálfur netið svo hægt sé að samræma efnið við það sem þegar er notað í kví fyrirtækisins. Sjá nánar í myndbandi hér að neðan. Fiskeldi undir stjórn – nákvæm skoðun, hreinsun og vöktun Með kafbát frá Deep Trekker er hægt að framkvæma reglulegar og nákvæmar skoðanir á netum og tryggja að festingar séu öruggar og þar með tryggja burðarþol og öryggi mannvirkja. Þetta er sérstaklega mikilvægt við uppsetningu nýrra kvía og til að uppfylla kröfur eftirlitsaðila. Með kafbát geturðu tekið stjórn á netaskoðunum, aukið skilvirkni í hreinsun og fylgst með slit- eða skemmdarhættu sem gæti leitt til slysasleppinga. Reglulegar skoðanir á kvíum og netum, ásamt vöktun á fiskiheilbrigði og fóðrun, ættu að vera hluti af daglegum rekstri. Með lausnum Deep Trekker er hægt að fá rauntímamynd frá neðansjávarmyndavélum, fylgjast með fóðrun, meta ástand stofnsins og greina hegðun fisksins. Þetta sparar bæði tíma og fjármuni. Hér fyrir neðan eru ítarleg og áhugaverð myndbönd sem sýna notkun og virkni Deep Trekker við raunverulegar aðstæður. Frekari upplýsingar veitir: Valdemar Karl Kristinsson valdemar@slipp.is Slippurinn Akureyri verður með Deep Trekker til sýnis á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll, dagana 10.–12. september, á bás númer B-26.

We welcome Daði Tryggvason to our team as the new Project Manager and Head of DNG Jigging Reels. Daði brings extensive and practical experience from both the fishing industry and public administration, which will serve him well in this new role. He holds a BSc degree in Fisheries Science from the University of Akureyri and has worked for over two decades on a wide range of projects within the sector. This includes many years at sea, both on trawlers and jigging boats equipped with DNG jigging reels. First-hand user experience with the company’s equipment is invaluable — particularly when it comes to product development and customer service. In addition to his time at sea, Daði has worked in aquaculture and most recently as a fisheries specialist at the Directorate of Fisheries, where he was responsible for quota allocations, licensing (including ICCAT and CITES), and customer relations. We look forward to the collaboration and are confident that Daði’s experience and insight will support the continued development of DNG Jigging Reels. https://www.slippurinndng.is/faeravindur

Við bjóðum Daða Tryggvason velkominn til liðs við okkur sem nýjan verkefnastjóra og yfirmann DNG Færavinda. Daði kemur með víðtæka og hagnýta reynslu úr sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu, sem mun nýtast vel í hans nýja hlutverki. Hann er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað í yfir tvo áratugi við fjölbreytt verkefni innan greinarinnar. Þar á meðal má nefna áralanga sjómennsku bæði á togurum og handfærabátum, sem voru búnir færavindum frá DNG. Sú þekking sem fylgir beinni notendareynslu af búnaði fyrirtækisins er dýrmæt, sérstaklega þegar kemur að vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini. Auk þess hefur Daði starfað í fiskeldi og síðast sem sérfræðingur í fiskveiðum hjá Fiskistofu, þar sem hann sinnti meðal annars úthlutun kvóta, leyfisveitingum (þar á meðal ICCAT og CITES) og viðskiptatengslum. Við hlökkum til samstarfsins og trúum því að reynsla og innsýn Daða styrki áframhaldandi þróun DNG Færavinda. https://www.slippurinndng.is/faeravindur