Alli Pé að vinna við Vaka fiskidælur

Verkefni Slippsins DNG eru af ýmsum toga og spanna nánast öll svið innan sjávarútvegs og fiskeldisgeirans. Hér er Alli Pé að vinna við Vaka fiskidælur sem við framleiðum fyrir MSD Animal Health. Vaka dælur eru hluti af Smart Flow vörulínunni sem tengir saman Vaka búnað s.s. dælur, flokkara og teljara til að einfalda alla meðhöndlun fiska auk þess að hámarka fiskivelferð, nákvæmni og afköst.