DNG Færavindur - Heimsóknir um landið

DNG Færavindur:
Tveir fyrstu fundir að baki með smábátasjómönnum. Síðastliðinn þriðjudag áttum við góðan fund á Akureyri með DNG viðskiptavinum á Eyjafjarðarsvæðinu, og í gær áttum við svo annan góðan fund með okkar viðskiptavinum á Höfn í Hornafirði og nágrenni. Það var vel mætt á báðum stöðum og góðar umræður um notkun og eiginleika DNG Færavindanna.
Við munum svo halda ferð okkar áfram um landið. Eins og áður hefur komið fram er listinn ekki tæmandi um staði sem ætlum að heimsækja. Við munum bæta við fleiri stöðum eftir því sem færi gefst.
 
Höfnin á Dalvík

Höfn í Hornafirði