Námsstyrkur: Iðnaðar- og orkutæknifræði Háskólanum á Akureyri

Nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fer aftur af stað haustið 2024 í Háskólanum á Akureyri í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

Slippurinn Akureyri leitar að áhugasömum nýnemum til að styrkja til námsins. Fyrirtækið mun greiða hluta námsgjalda, bjóða upp á starfsreynslu meðan á námi stendur auk tækifæris til að nýta innviði þess til hagnýtra verkefna í náminu.

Umsóknir og spurningar varðandi námsstyrkinn berast til mannauðsstjóra Slippsins á netfangið heida@slipp.is
Spurningar varðandi námið berast til Ólafs Jónssonar. Verkefnastjóra tæknináms við HA á netfangið tn@unak.is