Slippurinn DNG á sjávarútvegssýningu í Skotlandi

Sjávarútvegssýningunni Scottish Skipper í Aberdeen var að ljúka rétt í þessu. Slippurinn DNG tók þar þátt og kynnti vörur sínar og þjónustu: Slippurinn Skipaþjónusta - DNG Vinnslubúnaður - DNG Færavindur.
Sýningin tókst í alla staði vel og erum við þakklát fyrir hinar fjölmörgu heimsóknir til okkar og frábær viðbrögð frá núverandi og framtíðar viðskiptavinum!